Samstarfs- og styrktaraðilar

RIMC 2015 er að bresta á!

Undirbúningur 2015 útgáfunnar af RIMC (Reykjavik Internet Marketing Conference) er nú í hámarki og það lítur út fyrir að við eigum von á góðu.
Ráðstefnan verður haldin 17. apríl næstkomandi, og verður með fókus á þær hliðar internet markaðssetningar sem eru heitastar, svo sem félagsmiðla og leit.
Fyrirlesarar frá frábærum vörumerkjum hafa þegar staðfest þáttöku sína.

Félagsmiðlar, leit og samspil þeirra

Fyrirlesarar munu sýna áhugaverð dæmi frá fyrirtækjum sem þeir hafa unnið fyrir, hvernig þessir aðilar hafa náð eftirbreytniverðum árangri í notkun á leitarvélum og félagsmiðlum.
Einnig munu þeir varpa ljósi á hugtök eins og "content marketing", "conversion rate optimizing", "rich snippets" og fleiri, sem stöðugt verða til á síkviku sviði internet markaðssetningar.